Skólahópurinn fór út að borða á Hendur í höfn ásamt kennurum í boði foreldrafélagsins. Fengum við hamborgara og djús að drekka og svo köku í eftirrétt. Við áttum notalega stund saman og er alltaf gaman að fara út að borða.
Skólahópurinn fór út í ratleik í staðinn fyrir að fara í hvíld í dag. Börnunum var skipt í 6 líð sem síðan áttu að kasta teningum sem sögðu til númer hvað spjaldið var sem þau áttu að finna. Aftan á spjaldinu var svo mynd af einhverju dýri sem þau þurftu svo að muna og fara með þær upplýsingar til R…
Skólahópur fór í dósahúsið í dag og tóku þau með sér flöskur og dósir sem þau hafa verið að tína í þorpinu okkar í vetur. Við töldum hvað við vorum með mikið af flöskum og dósum og fengum við peninga fyrir. Fyrir peninginn ætlum við svo að kaupa ís í sumar.
Skólahópur fór í heimsókn til björgunarsveitarinnar Mannbjargar og fékk að skoða þar aðstöðuna og tækjabúnaðinn. Vakti þetta mikla lukku hjá öllum og þökkum við þeim bræðrum Sigga og Steina fyrir að taka á móti okkur.
þann 3. mars varð hún Elísa Lilian 5 ára og á öskudag, 6. mars, varð Viktoría Elín líka 5 ára. Síðan varð hann Elmar Kári 6 ára þann 12. mars. Við óskum þeim öllum til hamingju með afmælin sín.