Í janúar eiga þrjár stelpur hjá okkur afmæli. Það eru þær Katla Björk 6. jan., Erika Lind 8. jan. og Glódís Sara 14. jan. Óskum við þeim innilega til hamingju með daginn.
Í gær fórum við í kirkjuferð. Baldur og Guðmundur töluðu um jólin, Rebbi kom í heimsókn og sungin voru jólalög. Þetta var skemmtileg og notaleg stund :)
Það var mikið fjör að komast út í snjóinn bæði í gær og dag. Börnin voru ekki lengi að átta sig á því að snjórinn væri mjög góður og voru flest mjög dugleg við að smakka á honum.