Í gær fórum við eftir hádegi í tónlistarskólann þar sem trommukennsla var í gangi. Fengum við að heyra þrjá drengi spila fyrir okkur en það voru þeir Kjartan Ægir, Ísar Máni og Karl Óskar. Börnunum fannst mjög spennandi að heyra þá spila en jafnframt mikill hávaði.
Í tilefni af tannverndarviku kom Petra tannlæknir og Jenný aðstoðakona hennar í heimsókn til okkar. Þær fræddu börnin um tannhirðu og allir fengu svo tannbursta að gjöf.
Á föstudaginn síðasta var bóndadagur og þá var öllum pöbbum og öfum boðið í þorramat. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna en gaman var að sjá hve margir gátu mætt.