Hún Berglind Arna átti afmæli 18.mars og varð hún 4ára og af því tilefni var hún þjónn og bauð upp á video eftir útiveru þann daginn. Óskum við henni innilega til hamingju með daginn.
Í dag voru börnin að gera sameiginlegt páskaverkefni. Búnir voru til blómastimplar úr klósettrúllum og páskaegg úr kartöflum og stimplað með höndunum þeirra á stórt páskaegg sem búið er að hengja upp á ganginum.
Ætlum að fara 1x í viku og heimsækja Nesið. Við fræðumst um það sem vekur forvitni okkar, en þessar ferðir eru líka hugsaðar sem efling fyrir ýmsa þroskaþætti.