Í byrjun mars urðu þau tímamót að Þóra hafði starfað við leikskólann í 20 ár. Var henni færð gjöf í tilefni af því og veisla henni til heiðurs haldinn á síðasta starfsmannafundi. Til hamingju með þessi tímamót Þóra.
Hún Unnur Edda Björnsdóttir nemi í tómstundar- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands verður hjá okkur næstu 3 vikurnar.
Bjóðum hana velkomna til okkar.
Í morgun komu mömmur og ömmur í vöfflukaffi í leikskólann í tilefni konudagsins sem verður næstkomandi sunnudag. Gaman var að sjá hvað margar mættu og áttu ljúfa stund með börnum sínum og barnabörnum