Í dag fórum við í göngutúr á Setbergsróló. Óskar, pabbi Kristins Reimars kom út á róló með stórann krabba og sýndi krökkunum. Við fengum að eiga krabbann og fórum með hann í leikskólann að sýna hinum krökkunum.
Í dag voru börnin að gera sameiginlegt páskaverkefni. Búnir voru til blómastimplar úr klósettrúllum og páskaegg úr kartöflum og stimplað með höndunum þeirra á stórt páskaegg sem búið er að hengja upp á ganginum.
Í morgun komu mömmur og ömmur í vöfflukaffi í leikskólann í tilefni konudagsins sem verður næstkomandi sunnudag. Gaman var að sjá hvað margar mættu og áttu ljúfa stund með börnum sínum og barnabörnum
Í dag Öskudagsrugldagur hjá okkur í leikskólanum. Hægt var að fara á milli Hulduheima og Tröllaheima að leika og var einnig haldið ball á Hulduheimum þar sem lög voru vörpuð upp á vegg með myndvarpa.