Á miðvikudaginn settum við niður kartöflur ásamt baunum og ýmsum káli. Í sumar þurfum við svo að hugsa um garðinn t.d. vökva þegar það er þurrt. Í haust tökum við svo kartöflurnar, baunirnar og kálið upp og borðum það.
Á þriðjudaginn fórum við upp í hesthús til Kaisu að skoða lömbin. Öll lömbin voru komin út hjá henni og fengu börnin að klappa einu lambinu. Kaisa er líka með tvær kanínur inn í húsi sem við fengum að skoða. Þökkum Kaisu kærlega fyrir móttökurnar.
Eftir þessa heimsókn fórum við til Rannveigar að sk…
Í síðustu viku var átak í bænum þar sem allir voru hvattir til að taka til í görðum sínum og nærumhverfi og auðvitað tókum við þátt í því. Við gengum upp göngustíginn frá leikskólanum og tíndum það rusl sem á vegi okkar var.