Við fórum í morgun, 15.júní, í göngu um þorpið okkar og tókum með okkur nesti. Setta í eldhúsinu var búin að smyrja fyrir okkur samlokur með gúrku og eggjum og tókum við með okkur vatnsflöskur og glös.
Þann 13.júní var hjóla- og grill dagurinn og máttu börnin þá mæta með hjólin sín og hjálma. Opnað var út á bílaplan og var hjólað þar frá klukkan 10-11. Í hádeginu voru grillaðar pylsur og borðuðum við úti í góða veðrinu. Við fórum svo inn í hvíld en eftir hádegi var aftur farið út að hjóla og var þá hjólað frá 13:30-14:30. Tvær löggur komu í heimsókn og skoðuðu hjól og hjálma barnanna og fengu börnin límiða á hjólin sín ef þau stóðust skoðun. Þessi dagur var vel heppnaður í alla staði og skemtu allir sér vel.