Kæru foreldrar/forráðamenn
Skrifað var undir samning seint í gærkvöldi og hefur því verkfalli verið aflýst. Leikskólinn er því opinn fyrir alla eins og venjulega.
Það var mikið fjör á öskudeginum hjá okkur þar sem allir máttu mæta í búning. Allar deildir komu saman á ball í salnum þar sem var hörku stuð og mikið dansað.
Í febrúar eiga tvö börn afmæli hjá okkur eru orðin 3 ára. Hafsteinn Elí átti afmæli 25. febrúar og Alexandra Björk 27. febrúar. Óskum við þeim innilega til hamingju með afmælin.
Hulduheimar - Skólahópur í heimsókn á bókasafn Grunnskólans
Skólahóp var boðið í heimsókn á bókasafn Grunnskólans í Þorlákshöfn. Þar tók Hafdís á móti þeim og fjórir nemendur úr 6. bekk lásu fyrir þau í litlum hópum. Eftir lesturinn máttu börnin skoða sig um á bókasafninu. Við þökkum fyrir ánægjulega heimsókn.
Það var mikil gleði og gaman á öskudeginum. Börn og kennarar mættu í búningum og fóru á öskudagsball í salnum sem var allur skreyttur blöðrum, ljósum og skemmtilegri tónlist. Allir dönsuðu saman og skemmtu sér mjög vel. Eftir ballið var eldhúsið búið bera fram girnilegar pitsur handa öllum.
Síðasta föstudag var mömmum og ömmum boðið í vöfflukaffi í tilefni konudagsins. Mætingin var mjög góð og voru börnin búin að föndra blóm handa mæðrum sínum sem þau gáfu þeim. Allir virtust njóta samverunnar og veitinganna. Takk kærlega fyrir daginn.