Á fimmtudaginn í síðustu viku var haldin uppskeruhátíð en með því lauk samstarfi okkar við 1. bekk þennan veturinn. 1. bekkur kom í heimsókn til okkar í nýja salinn og fór með stafrófsvísuna fyrir okkur. Við á Goðheimum sungum fyrir þau lag og síðan var haldið "Just dance" ball þar sem dansað var vi…
Í síðustu viku var haldin útskrift fyrir elstu börnin í leikskólanum sem eru að fara í grunnskólann í haust. Gaman var að sjá hve margir foreldrar sáu sér fært að mæta og taka þátt í þessari athöfn með okkur.
Í dag voru Álfaheimar með uppákomu í söngstund. Þau sungu lagið um "skilningsvitin fimm" á nýja sviðinu í salnum okkar. Þegar við vorum búin að sýna var sungið lagið "baby shark" með góðum undirtektum allra í salnum :)