Í gær fór hópur 2 út fyrir lóðina að skoða skordýr og orma sem leyndust í náttúrunni. Þau tóku með sér stækkunargler til að skoða og komu heim með orm og snígil í litlu stækkunarglersboxi til að skoða betur og leyfa fleirum að sjá :)
Hópur 1 fór að skoða Lat í gær. Lesið var fyrir þau á skiltið þar sem sagt er um hann. Þeim fannst ekki leiðinlegt að klifra upp á hann og höfðu líka mikinn áhuga á hestunum en ekki var hægt að koma nálægt þeim vegna rafmagnsgirðingar.
Í dag er forsetinn okkar fimmtugur og ræddum við það við börnin. Þegar við vorum búin að spjalla saman vildu þau ólm teikna mynd af honum, sem þau gerðu og hér er afraksturinn.