Í dag voru börnin að gera sameiginlegt páskaverkefni. Búnir voru til blómastimplar úr klósettrúllum og páskaegg úr kartöflum og stimplað með höndunum þeirra á stórt páskaegg sem búið er að hengja upp á ganginum.
Ætlum að fara 1x í viku og heimsækja Nesið. Við fræðumst um það sem vekur forvitni okkar, en þessar ferðir eru líka hugsaðar sem efling fyrir ýmsa þroskaþætti.
Í byrjun mars urðu þau tímamót að Þóra hafði starfað við leikskólann í 20 ár. Var henni færð gjöf í tilefni af því og veisla henni til heiðurs haldinn á síðasta starfsmannafundi. Til hamingju með þessi tímamót Þóra.
Hún Unnur Edda Björnsdóttir nemi í tómstundar- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands verður hjá okkur næstu 3 vikurnar.
Bjóðum hana velkomna til okkar.