Brunavarnir Árnessýslu heimsækja elstu börnin
Í vikunni fengu börn fædd 2013 heimsókn frá Brunavörnum Árnessýslu. Þeir Guðmundur og Halldór frá BVÁ, komu og færðu börnunum möppur með Loga og Glóð sem að eru aðstoðarmenn slökkviliðsins. Þeir fræddu börnin um hlutverk slökkviliðsmanna, sýndu þeim búnað og ræddu við þau um eldvarnir. Í vetur skiptast þau síðan á að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins og fara yfir brunavarnir leikskólans með aðstoð kennara og láta þá leikskólastjóra vita ef eitthvað er ábótavant.
11.10.2018