Í morgun fórum við að skoða kanínur heima hjá Siggu og Gísla og fengu krakkarnir að gefa þeim gras og að klappa þeim. Einnig fórum við heim til Þuríðar og Ármanns að skoða hænur og þeir sem vildu klappa Tínu Turner máttu það. Þetta var skemmtilegur dagur hjá öllum :)
Í dag fundum við síðasta hólkinn í ratleiknum og var það stafurinn O. Nú erum við búin að mynda orð með öllum bókstöfunum og orðið var Töfrapoki. Krakkarnir fegnu þá töfrapoka og í honum leyndist frostpinni. Þetta var mjög gaman þrátt fyrir smá rigningu.
Í þessari viku fóru yngri og eldri hópur að skoða hænur og kanínur. Einnig fóru allir krakkarnir út á vita með nesti og skoðuðu lífríkið þar og tókum við meðal annars krabba, þara og kuðunga með okkur í leikskólann til að skoða :)
Fórum í göngutúr út í móa að skoða pöddur og orma. Tókum með okkur nokkur stækkunargler og börnin grandskoðuðu þær pöddur og þá orma sem við fundum. Einnig var vinsælt að hoppa í stórum polli sem við fundum þar.