Fréttir

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa

Grunnskólinn í Þorlákshöfn óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 75% starf frá kl. 8:00 alla daga en mismunandi er hvenær vinnu lýkur eftir vikudögum. Starfið felur í sér stuðning og gæslu við nemanda/nemendur í skóla og frístundastarfi. Lipurð og góð færni í mannlegum samskiptum er nauðsyn…
Lesa fréttina Stuðningsfulltrúi óskast til starfa

Gjöf frá Kvenfélagi Þorlákshafnar

Grunnskólinn í Þorlákshöfn hefur ávallt notið velvildar í samfélaginu. Félagasamtök og einstaklingar hafa sýnt hollustu sína við skólann og ungviði bæjarins á ýmsan hátt. Nú í desember komu konur úr Kvenfélagi Þorlákshafnar færandi hendi í skólann og gáfu peninga sem nýttir skyldu í þágu unglinganna í skólanum þó svo að það nýtist að sjálfsögðu öðrum nemendum skólans. Ákveðið var að kaupa húsgögn, teppi, lampa, spjaldtölvur, hátalara, spil og fleira til að gera ,,glerhýsið“ vistlegra til dæmis fyrir frímínútnasamveru. Kvenfélag Þorlákshafnar fær innilegar þakkir fyrir hlýhuginn frá nemendum og starfsfólki skólans.
Lesa fréttina Gjöf frá Kvenfélagi Þorlákshafnar
Kynning á verkefnum

Kynning á verkefnum

Í skólanum okkar er það sífellt algengara að árgangar bjóði foreldrum/forráðamönnum sínum á kynningu í tengslum við námsefni sem verið er að vinna með. Í morgun buðu nemendur og kennarar í 5. bekk foreldrum á kynningu á verkefnum sem tengjast landnámi Íslands. Kynningin heppnaðist mjög vel, verkefni…
Lesa fréttina Kynning á verkefnum
Nýjar skólareglur og almennar reglur

Nýjar skólareglur og almennar reglur

Eftir góða samvinnu allra aðila skólasamfélagsins hafa nýjar skólareglur og almennar reglur litið dagsins ljós. Reglurnar taka gildi miðvikudaginn 25. október 2017. Skólareglurnar og almennu reglurnar má finna hér til hægri á heimasíðunni undir liðnum gagnlegt efni.
Lesa fréttina Nýjar skólareglur og almennar reglur

Bókagjöf til skólabókasafnsins

í gær barst skólabókasafninu okkar höfðingleg gjöf. Helgi Jónsson frá Bókaútgáfunni Tindi færði safninu 15 bókatitla og 25 bækur. Meðal annars voru þetta bækurnar um Kidda klaufa og Lindu en þetta eru afar vinsælir bókaflokkar meðal nemenda okkar. Frábær gjöf sem við þökkum kærlega fyrir og styður enn frekar við góðan bókakost skólabókasafnsins.
Lesa fréttina Bókagjöf til skólabókasafnsins

Morgunfundur með foreldrum

Fimmtudaginn 14. september boðuðu stjórnendur foreldra til morgunfundar hér í skólanum þar sem boðið var upp á kaffi, kleinur og gott spjall. Fjölmargir foreldrar komu á fundinn þar sem skólastarfið og umferðaröryggismál voru rædd og drög að nýjum skólareglum voru kynntar. Foreldrar tóku vel undir í umræðum og voru jákvæðir út í skólastarfið. Þeir samþykktu nýju skólareglurnar án athugasemda.
Lesa fréttina Morgunfundur með foreldrum
Skólasetning í blíðskaparveðri

Skólasetning í blíðskaparveðri

Guðrún Jóhannsdóttir skólastjóri setti skólann í morgun í sal Grunnskólans í Þorlákshöfn. Yngri börnin, nemendur í 1. - 5. bekk, komu kl. 9:30 og eldri, nemendur í 6. - 10. bekk, klukkan 10:30. Það var vel mætt á báðar setningarnar og allir í sólskinsskapi.
Lesa fréttina Skólasetning í blíðskaparveðri

Grunnskólanemendur fá ókeypis námsgögn

Bæjarráð Ölfuss samþykkti samhljóða á fundi í morgun þá tillögu að frá og með hausti 2017 fái grunnskólanemendur í Sveitarfélaginu Ölfusi öll nauðsynleg námsgögn án endurgjalds. Fram til þessa hefur grunnskólinn séð um innkaup á námsgögnum fyrir nemendur gegn hóflegu gjaldi.
Lesa fréttina Grunnskólanemendur fá ókeypis námsgögn

Skólasetning 22. ágúst 2017

Grunnskólinn í Þorlákshöfn verður settur í sal skólans þriðjudaginn 22. ágúst næstkomandi. Nemendur í 1.–5. bekk árg. 2007 – 2011, mæti kl. 9:30. Nemendur í 6.–10. bekk árg. 2002 – 2006, mæti kl. 10:30. Foreldrar/forráðamenn eru eindregið hvattir til að mæta með börnum sínum þennan fyrsta skóladag. Starfsfólk Grunnskólans í Þorlákshöfn
Lesa fréttina Skólasetning 22. ágúst 2017

Grænfáninn aftur í höfn

Grunnskólinn í Þorlákshöfn fékk afhentan Grænfánann frá Margréti Hugadóttur fulltrúa frá Landvernd. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í blíðskaparveðri í morgun. Umhverfisnefnd skólans með Önnu Margréti Smáradóttur grunnskólakennara í fararbroddi veitti fánanum viðtöku sem og Grænfánaskilti sem hengt verður upp á gafl skólans. Þetta er í þriðja sinn sem fáninn er afhentur skólanum, en þó nokkur ár eru liðin frá afhendingu síðasta Grænfána. Nemendur og starfsfólk skólans er afar stolt yfir því að hafa fengið Grænfánann afhentan og líta svo á að umhverfisverkefnið sem hófst að nýju á síðasta skólaári hafi nú fengið byr undir báða vængi og geti bara náð að vaxa og dafna. Meginverkefni skólans þetta árið er flokkun alls sorps sem til fellur í skólanum og öll sú fræðsla sem flokkuninni tengist bæði til nemenda og starfsfólks. Matarsóunarverkefnið sem einnig hefur verið í gangi í skólanum undanfarin tvö skólaár verður svo næsta útspil skólans þegar kemur að því að endurnýja þarf fánann. Grænfáninn er umhverfisviðurkenning sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.
Lesa fréttina Grænfáninn aftur í höfn