Fréttir

Gleðilega hátíð

Gleðilega hátíð

Grunnskólinn í Þorlákshöfn óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða.
Lesa fréttina Gleðilega hátíð
Úrslitakeppni í leiknum skæri-blað-steinn

Úrslitakeppni í leiknum skæri-blað-steinn

Í morgun fór fram úrslitakeppni í leiknum skæri-blað-steinn. Fjörutíu krakkar tóku þátt en þau voru sigursælust í sínum bekkjum. Síðustu vikur hefur keppni í þessum vinsæla leik farið fram í bekkjum undir stjórn íþróttakennara. Það var svo í morgun sem úrslitin réðust endanlega í æsispennandi keppni. Helga Laufey Guðbergsdóttir 5. bekk vann keppnina og í öðru sæti varð Kristinn Elí Rúnarsson 2. bekk.
Lesa fréttina Úrslitakeppni í leiknum skæri-blað-steinn
Jólaball

Jólaball

Gengið var í kringum jólatréð í gær og jólalögin sungin hraustlega. Síðustu ár hafa vinabekkir komið saman við tréið og gengið svona ljómandi vel. Allir til fyrirmyndar.
Lesa fréttina Jólaball
Hátíðleg jólakvöldvaka yngsta stigs

Hátíðleg jólakvöldvaka yngsta stigs

Fimmtudaginn 7. desember fór fram árleg jólakvöldvaka yngsta stigs. Glæsileg söng og leikatriði voru sýnd en margir nemendur voru að þreyta frumraun sýna á sviði. Gaman var að sjá hversu margir áhorfendur mættu, setið var í öllum sætum og rúmlega það. Jólakvöldvakan er hátíðleg stund sem er ómissand…
Lesa fréttina Hátíðleg jólakvöldvaka yngsta stigs
Heimsókn frá Byggðasafni Árnesinga

Heimsókn frá Byggðasafni Árnesinga

2. bekkur fékk heimsókn frá Byggðasafni Árnesinga í vikunni. Ragnhildur Elísabet kom til okkar og var með örlitla jólastund, og fræddi börnin um jólin áður fyrr. Hún kom auk þess með þrjú jólatré sem eru eftirlíking af Miðengistrénu. Krakkarnir skreyttu trén með skrauti sem þau gerðu sjálf. Herleghe…
Lesa fréttina Heimsókn frá Byggðasafni Árnesinga
Jólaljósin tendruð

Jólaljósin tendruð

Okkur tókst að skapa hátíðlega stemningu í morgun þegar jólaljósin voru tendruð á trénu. Þessi stund minnir okkur á að það styttist í jólin.
Lesa fréttina Jólaljósin tendruð
Aðventan í skólanum

Aðventan í skólanum

Framundan er aðventan, tími sem flest börn bíða eftir með eftirvæntingu. Þessi tími er erfiður fyrir marga, spenna og atgangur getur orðið mikill og oft eiga börn erfitt með slíkt. Minnum okkur á að það sem börnin okkar vilja helst er athygli og samvera með sínum nánustu. Við í skólanum munum leggja okkur fram um að eiga góðar stundir með börnunum nú sem endranær.
Lesa fréttina Aðventan í skólanum
Jólabingó 10. bekkjar

Jólabingó 10. bekkjar

Lesa fréttina Jólabingó 10. bekkjar
Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur foreldrafélagsins er mánudaginn 27. nóvember í sal grunnskólans kl. 17-19
Lesa fréttina Jólaföndur foreldrafélagsins
Skjálfti 2023

Skjálfti 2023

Sunnlensk ungmenni áttu sviðið í Skjálftanum sem fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn laugardagskvöldið 11. nóvember. Skjálftinn er byggður á Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, og fór hann nú fram í þriðja sinn, en í fyrsta sinn með áhorfendum þar sem fyrstu tvær keppnirnar voru undir áhrifum heimsfaraldurs.
Lesa fréttina Skjálfti 2023