- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í dag fengum við góða heimsókn í skólann okkar. Pólski sendiherran á Íslandi Gerard Pokruszynski var á ferð um Ölfusið og kom til að kynna sér skólastarfið í Þorlákshöfn. Þrír nemendur þau Julía Gawek, Ernest Brulinski og Oliver Þór Stefánsson kynntu skólann á pólsku og fóru um húsnæðið ásamt skólastjóra. Sendiherran færði skólanum gjöf og ræddi um mikilvægi þess að nemendur af pólskum uppruna lærðu bæði pólsku og íslensku vel og gætu þannig nýtt sér tækifæri í báðum löndunum.