- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg. Mikið hefur borið á því að börn og aðrir sem ganga til vinnu og skóla sjáist illa í mesta myrkrinu og komi jafnvel allt of seint í ljós fyrir bílstjóra. Við viljum að sjálfsögðu forðast öll slys á gangandi vegfarendum og biðjum því foreldra/forráðamenn að athuga það að merkja sig og börnin vel.
Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:
Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina gangandi vegfarendur þeim mun meira er öryggi þeirra sem gangandi eru. Það er staðreynd að ökumenn sjá gangandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða.
Allir ættu að finna endurskin við hæfi en til eru margar gerðir og stærðir þ.m.t. endurskinsvesti, límmerki, barmmerki eða hangandi endurskinsmerki. Á mörgum skólatöskum eru endurskinsmerki og eins er gott að líma endurskin á barnavagna, sleða, bakpoka og skíðastafi.
Fullorðnir eiga að sjálfsögðu að vera fyrirmyndir barna og vera með endurskinsmerki á sínum flíkum. Nauðsynlegt er fyrir skokkara að vera í endurskinsvestum eða með gott endurskin á æfingafatnaði þegar æft er utandyra.