- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Starfsemi Grunnskólans í Þorlákshöfn verður skipulögð í kringum þær takmarkanir sem taka gildi á morgun, 3. nóvember. Takmörkunin gildir til 17. nóvember. Í auglýsingunni segir í 4. gr. grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks.
Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til, þá beri þeir andlitsgrímur. Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla, starfsfólk skólaþjónustu og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur. Við ætlum að verja nemendur okkar og starfsfólk fyrir smiti í skólanum.
Frístund er opin, fyrir þá sem þar eru skráðir. Þeim sem geta verið án þjónustunnar þennan tíma er þakkað sérstaklega, en allt sem léttir starfsemina í húsinu er vel þegið.
Eins og allt þá getur þetta breyst með skömmum fyrirvara. Nú skiptir samvinna okkar öllu máli! Við þurfum að standa saman og vinna okkur inn í betri stöðu!