- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Nemendur í 5. bekk hafa að undanförnu verið að vinna með hugtökin loftmótstaða, þyngdarkraftur, viðnám og straumlínulögun í náttúrufræði. Þau hönnuðu bíla sem voru prófaðir í dag. Markmið hönnunar bíls er að hann renni eins langt og mögulegt er eftir skábraut. Efniviður bílanna var fjölbreyttur sem og stærð þeirra og lögun. Allir bílarnir náðu markmiðum hönnuðanna um að renna en þeir fóru misjafnlega langt og beint.