Bókaklúbbaveisla á skólabókasafninu

Bókaklúbbarnir eru 11 talsins og 2 áskoranir.
Bókaklúbbarnir eru 11 talsins og 2 áskoranir.

Þátttaka er valfrjáls en nú eru rúmlega 70 nemendur í 3. – 7. bekk virkir í 11 klúbbum ásamt tveimur áskorunum. Nemendur geta fært sig á milli klúbba eftir að ákveðnum markmiðum er náð eða ef valinn klúbbur hentar ekki getu viðkomandi. Aðeins er reynt að gera lestur meira spennandi og áhugaverðan ásamt því að prófa bækur sem nemendur hafa ekki lesið áður (sum börn eru svolítið föst í að lesa sömu bækurnar aftur og aftur).

Stefnt er að því að hver klúbbur hittist einu sinni fyrir jólafrí og geri eitthvað skemmtilegt saman.