- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Skólastarf hefur verið endurskipulagt til þess að mæta tilskipunum yfirvalda um takmörkun þess á tímabilinu 16. mars til 12. apríl. Núgildandi skilyrði eru að ekki séu fleiri en 20 nemendur í kennslu í sömu stofu og að nemendur blandist ekki á milli hópa svo sem í matsal eða í frímínútum. Þrif verða aukin umtalsvert sem og sótthreinsun. Stundatöflum og námshópum hefur verið breytt, list- og verkgreinakennsla felld niður ásamt íþróttakennslu.
Ákveðið hefur verið að tvísetja skólann þannig að yngri nemendur verða í skólanum fyrir hádegi og eldri nemendur eftir hádegi. Hádegismatur verður aðeins fyrir nemendur í 1. - 3. bekk.
· Nemendur í 1. - 3. bekk verða í skólanum frá kl. 8:00 -13:00 og þiggja hádegismat í skólanum
· Nemendur í 4. - 5. bekk verða í skólanum frá kl. 8:00 –12:30 og fara heim í mat.
· Nemendur í 6. - 10. bekk verða í skólanum frá kl. 13:00 –16:00
Frístund verður starfandi fyrir yngstu börnin kl. 13:00-17:00 en með fjöldatakmörkunum.
Við viljum lágmarka umgengni utanaðkomandi í skólanum og biðjum foreldra sem fylgt hafa börnum sínum inn að kveðja börnin fyrir utan skólann. Ef foreldrar kjósa að hafa börn sín heima þá ber að tilkynna það til skólans og hafa samband við umsjónarkennara til þess að fá heimaverkefni.