Búningadagur í skólanum

Eins og hefð hefur undanfarin ár var búningadagur í skólanum í tengslum við Þolloween. Það mátti sjá margar kynjaskepnur á göngum skólans og mikil gleði í gangi. 

Veitt voru verðlaun í Hryllingssögukeppninni. Í þriðja sæti voru þau Nóel Máni Sindrason og Þórdís Ragna Bjarkardóttir. Í öðru sæti var Maren Sif Vilhjálmsdóttir og sigurvegarinn var Lilja Snædís Marteinsdóttir. Vel gert hjá þessum efnilegu rithöfundum. Á unglingastigi var síðan Pálínuboð og veitt verðlaun fyrir bestu búningana. Sannarlega viðburðarríkur dagur í skólanum.