- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Aðventan er alltaf hátíðleg og skemmtileg í skólanum með ýmsum viðburðum og uppákomum. Einn af hápunktunum er jólaleikurinn í skrúðgarðinum, þar sem börnin hjálpa Grýlu að finna hluti sem jólasveinarnir hafa týnt en þurfa áður en þeir leggja af stað til byggða. Einnig verða sérstakir dagar eins og náttfatadagur og jólafatadagur, auk jólaballs, jólasöngstundar og jólabíós. Þann 12. desember er öllum í skólanum boðið upp á dýrindis jólamat . Jólakvöldvökur nemenda verða á sínum stað en það er alltaf einstaklega skemmtilegt að sjá nemendur stíga á svið með hinu ýmsu jólaleikrit og söngva. Hér á myndinni má sjá viðburðadagatal þar sem dagskráin fram að jólum kemur fram.