- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Þann 16. september sl. var Dagur íslenskrar náttúru. Landvernd og Miðstöð útivistar og útináms settu saman settu saman verkefni fyrir skóla tengd deginum sem leitast við að styrkja þá upplifun að maður og náttúra séu eitt. Börnin í 4. bekk ímynduðu sér að þau væru fyrsta mannveran sem fæddist á jörðinni og bjuggu til mynd af þeim sjálfum og náttúrunni eins og þau vildi hafa hana í kringum sig. Þau máttu útfæra það eins og þau vildu, klippa og líma eða teikna. Verkefnið kom skemmtilega út hjá nemendum og margar útfærslur litu dagsins ljós.