- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í tilefni dags íslenskrar tungu var bryddað upp á ýmsu í skólanum. Stóra upplestrarkeppnin var sett með upplestri nemenda í 7. bekk fyrir vinabekk. Nemendur á unglingastigi unnu sameiginlegt ljóðaverkefni. Nemendahópar völdu eða sömdu ljóð og æfðu til flutnings fyrir fólk úti í bæ. Þau fóru í heimsóknir á vinnustaði í bænum til að lesa og leika ljóð. Ljóðin voru bæði eftir þekkt íslensk ljóðskáld sem og frumsamin.
Yngri nemendur lásu ljóð, hlustuðu á upplestur ásamt því að myndskreyta ljóð. Unnið var með málshætti og orðatiltæki sem síðan fengu að prýða tröppur í skólanum.