Stóri forvarnardagurinn fimmtudaginn 20. febrúar

Skólinn, í samvinnu við félagsmiðstöðina og foreldrafélag skólans býður öllum nemendum í 8. -10. bekk, ásamt foreldrum upp á metnaðarfulla dagskrá á fimmtudaginn 20. febrúar. Vakin er sérstök athygli á erindi Dr. Erlu Björnsdóttur um svefn en erindið er opið fyrir alla foreldra í skólanum.

 

Dagskrá forvarnardagsins er eftirfarandi:

 

Kl. 16:30 – Hópefli og umræður um samskipti í sal skólans. Fyrir alla nemendur í 8. – 10. bekk

Kl. 18:00 - Dr. Erla Björnsdóttir -fræðsluerindi um svefn opið fyrir foreldra allra grunnskólabarna og nemendur í 8. - 10. bekk

Kl. 19:00   - Pítsaveisla fyrir nemendur í 8. -10. bekk og foreldra þeirra. Nauðsynlegt er að foreldrar skrái sig í matinn með því að smella hér.

 

Kl. 19:30 - Bergsveinn Ólafsson, þjálfunarsálfræðingur. Persónulegur vöxtur og merkingarfullt líf - taktu ábyrgð! Fyrir nemendur og foreldra í 8. -10. bekk.

Kl.  20:30-22:00  - LAZER TAG  í íþróttamiðstöð fyrir nemendur í 8. – 10. bekk.