- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Ár hvert lesa nemendur Íslendingasögur á elsta stigi. Misjafnt er hvaða sögur eru til umfjöllunar í 8. og 9. bekk en í 10. bekk hefur verið hefð hjá okkur að lesa saman Gísla sögu Súrssonar. Sagan er afar margbrotin eins og flestum er kunnugt. Hún er allt í senn fjölskyldusaga, hetjusaga, ástarsaga, morðsaga, útlagasaga og skáldsaga og því kjörin til umfjöllunar með unglingum. Auk þess að lesa saman söguna og vinna svokallaðar leiðarbækur á meðan lestri hennar stendur þá hafa nemendur unnið lokaverkefni af fjölbreyttum toga. Valið hefur staðið á milli þess að gera kvikmynd um atburð í sögunni, persónusköpun og kynningu, teiknimyndasögu um atburði sögunnar, spil úr sögunni nú eða annars konar verkefni sem nemendur koma sjálfir með hugmynd að og útfæra í samráði við kennara. Lokaverkefnin hafa iðulega mælst vel fyrir hjá nemendum okkar. Mikill metnaður er lagður í vinnuna og mikil vinnugleði ríkjandi enda nemendur að vinna að eigin sköpunarverki.
Hér með fréttinni má sjá sýnishorn af fjölbreyttum verkefnum nemenda.