- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í gær fór fram hin árlega Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar. Að þessu sinni lásu 17 nemendur upp texta úr bókinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason og ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Allir stóðu keppendur sig með prýði og fengu mikið klapp frá áhorfendum eftir upplesturinn.
Fimm nemendur, auk eins varamanns, voru valdir til að keppa fyrir okkar hönd á lokahátíð sem fer fram í maí en þar mætum við nemendum úr Grunnskólanum í Hveragerði. Fulltrúar okkar verða Freyja Ósk Ásgeirsdóttir, Eva Karen Ragnarsdóttir, Sóldís Sara Sindradóttir, Sólveig Grétarsdóttir og Jara Björg Gilbertsdóttir. Varamaður verður Þóra Zhenda Steingrímsdóttir.
Við ósku þessum flottu nemendum til hamingju með árangurinn og góðs gengis á lokahátíðinni.