Fríríkið Þorpið

Grunnskólinn í Þorlákshöfn breytist í fríríkið Þorpið, dagana 22.- 24. maí. Þorpið er samfélag þar sem börn og ungmenni sjá um alla verðmætaframleiðslu, stjórna hagkerfinu og láta hjól atvinnulífsins snúast áfram. Þorpið á sinn eigin gjaldmiðil sem heitir Þollari.  Föstudaginn 24. maí frá kl. 11-13, opnar Þorpið fyrir gesti og gangandi. Þá geta öll sem vilja keypt sér gjaldmiðil Þorpsins, Þollara og gert kostakaup í verslun og þjónustu í Þorpinu.