Gjöf frá foreldrafélaginu gleður nemendur

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn í skólann þegar fulltrúar úr stjórn foreldrafélagsins, Ingibjörg og Andrea, komu færandi hendi. Þær færðu nemendum púsl og fullan poka af boltum – gjöf sem mun nýtast vel bæði í frímínútum og í kennslu.

Mikill púsláhugi ríkir meðal nemenda á unglingastigi og boltarnir koma alltaf að góðum notum í leik á skólalóðinni. Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf og hlýhug í garð skólans. Það er ómetanlegt að finna fyrir stuðningi og metnaði foreldrafélagsins í þágu barnanna okkar!