- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Skólinn okkar er þátttakandi í Erasmus verkefni ásamt Grunnskólanum í Hveragerði. Erasmus er samvinna evrópskra skóla þar sem nemendur hittast, kynnast og taka þátt í fjölbreyttum verkefnum.
Aðalmarkmið verkefnisins er að leggja áherslu á hvað við eigum sameiginlegt sem er svo ótal margt þrátt fyrir að við komum frá ólíkum menningarheimum. Þátttökulöndin eru Ísland, Tyrkland, Ítalía, Grikkland og Portúgal.
Nú styttist í fyrstu ferðina en fríður hópur mun fljúga til Tyrklands sunnudaginn 19. mars. Að þessu sinni verða fulltrúar okkar þær Annalísa Ósk Rodriguez og Þorgerður K. Hermundardóttir nemendur í 8.bekk. Fararstjórar verða þær Guðlaug Einarsdóttir og Eva Káradóttir auk kennarar frá Hveragerði. Sannarlega flottir fulltrúar sem fara frá skólanum okkur.
Annalísa og Þorgerður eru klárar í ferðina.