Fjölgreindaleikar

Síðustu tvo daga skólaársins fóru fram Fjölgreindaleikar. Þetta eru fyrstu leikarnir af þessari gerð í skólanum. Markmið leikanna er að vinna að góðum skólabrag. Nemendur á ólíkum aldri vinna saman að lausn verkefna sem reyna á allar greindir mannsins. Leikarnir eru jafnframt keppni í samvinnu og félagsanda á milli hópa. Það reynir ekki síst á leiðtoga hvers hóps, en það eru nemendur úr elstu bekkjum skólans.

Allir nemendur tóku þátt í  leikunum og var þeim skipt í 28 hópa og í hverjum hópi voru nemendur af öllum skólastigum. Skólanum var skipt niður í 28 stöðvar og tóku nemendur þátt á öllum stöðvum. Á hverri stöð reyndu nemendur á mismunandi greindir og var fjölbreytni töluverð. Leikarnir tókust vel og virtust nemendur skemmta sér. Í lokin voru veittar viðurkenningar og boðið upp á pylsur. Tónlistamaðurinn Ingó Veðurguð mætti í matsalinn og skapaði skemmtilega stemningu.