- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í vetur hefur orðið fjölgun í yngri skólalúðrasveit grunnskólans. 20 nemendur í 2. - 5. bekk hafa æft saman og í dag hélt sveitin tónleika fyrir nemendur í 2. og 3. bekk. Auk þess komu fram nokkrir einleikar. Gaman er að sjá þessa fjölgun og greinilegt að framtíðin er björt hjá þessu flotta tónlistarfólki. Stórnandi sveitarinnar er Gestur Áskelsson.
Hér má sjá sveitna flytja lagið 2+1 (https://youtu.be/S3WuUtHaRqs)
Við hvetjum alla foreldra sem eiga börn með tónlistaráhuga að sækja um nám í Tónlistarskóla Árnesinga sem hefur aðsetur hér í skólanum. Þessa dagana er opið fyrir umsóknir um nám veturinn 2021-2022. https://www.tonar.is/