28.02.2019
Grunnskólinn í Þorlákshöfn, í samvinnu við foreldrafélag skólans, býður upp á afar áhugaverðan fyrirlestur í næstu viku. Til okkar kemur Hildur Hólmfríður Pálsdóttir og hittir bæði nemendur og foreldra.
Hildur byggir fyrirlestrana sína á sögu dóttur sinnar sem lést vegna neyslu lyfja fyrir nokkrum árum síðan. Hún segir sögu hennar og býður svo uppá umræður á eftir, þar sem nemendur/forráðamenn geta spurt að hverju sem er.
Fyrirlesturinn er byggður á dóttur hennar, sem sökk mjög fljótt í djúpt fen fíkniefnaneyslu. Hún var farin að sprauta sig um fimmtán ára aldur og hafði farið nokkrum sinnum í meðferð þegar hún lést. Í sínum fyrirlestrum er Hildur opinská og dregur ekkert undan þegar hún lýsir því hvernig það getur endað þegar byrjað er að fikta með eiturlyf og hversu fljótt það getur gerst.
Hildur mun hitta nemendur í 8. -10. bekk kl. 9:40 – 11:00 fimmtudaginn 7. mars.
Klukkan 17:30 þann sama dag verður opinn fyrirlestur fyrir alla foreldra og starfsmenn skólans. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og hlýða á fyrirlestur Hildar og taka þátt í umræðum.