- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) heimsótti Grunnskólann í Þorlákshöfn mánudaginn 23. september 2019. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fram hefur farið síðan 1987. Ísland hefur tekið þátt frá upphafi og margsinnis hefur verið hlaupið hringinn í kringum landið. Í ár kom hlaupið til Íslands í þrjá daga þ.e. 21.- 23.september og fóru hlauparar í gegnum Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn.
Dagskrá heimsóknarinnar fór fram í íþróttahúsinu þar sem hlaupararnir kynntu boðskap og umfang Friðarhlaupsins, stjórnuðu leikjum og létu friðarkyndilinn ganga á milli nemenda. Allir nemendur fengu tækifæri til að halda á logandi friðarkyndlinum og senda sínar góðu óskir áfram um frið. Nemendur í 4.-10. bekk hlupu svo með hlaupurunum frá íþróttahúsinu og að Ráðhúsinu.