Foreldrafundur um símareglur miðvikudaginn 18. sept kl. 17

Stjórnendur skólans vilja bjóða alla foreldra velkomna á umræðufund um endurskoðun á skólareglum varðandi símanotkun nemenda á skólatíma. Fundurinn verður haldinn klukkan 17:00, miðvikudaginn 18. september í sal skólans.

Símanotkun hefur mikil áhrif á daglegt líf barna og unglinga, sérstaklega á meðan á skólatíma stendur og við viljum skapa vettvang til að ræða hvernig við getum mótað reglur sem styðja við betra skólastarf og félagslega þátttöku nemenda. Þátttaka foreldra og skoðanir skipta miklu máli í þessu ferli.

Vonandi sjá sem flestir forleldrar sér fært að mæta og eiga uppbyggilegar umræður um þetta mikilvæga málefni!