- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Magnús Elfar Thorlacius sjómaður og pabbi Kamillu Dísar í 2. bekk hafði samband við okkur vegna fiska sem hann hafði safnað í síðustu veiðiferð. Um var að ræða sjaldgæfar fiskategundir svo sem háf, lúsífer, kolkrabba og sædjöful.
Magús kom með fiskana til okkar og yngstu nemendurnir fengu að skoða fiskana, halda á þeim og virða þá fyrir sér. Heimsóknin vakti mikla lukku og forvitni meðal nemenda og kennara. Við þökkum Magnúsi kærlega fyrir þetta skemmilega framtak.