- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Verkefnið Göngum í skólann verður sett í átjánda sinn, miðvikudaginn 4. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október.
Skólinn okkar tekur að sjálfsögðu þátt í verkefninu eins og undanfarin ár.
Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni sína til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu,
hjólreiðar, hlaup, línuskauta, hjólabretti eða annað.
Vonandi sjáum við sem flesta nemendur, og starfsfólk, nota virkan ferðamáta á leið sinni í skólann.