- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Nemendur í 8.–10. bekk sem taka þátt í valgreininni hreysti lögðu í sína fyrstu af tveimur lengri fjallgöngum á þessu skólaári, en förinni var heitið í Reykjadal. Í valgreininni er lögð áhersla á bæði fjallgöngur og Skólahreysti. 20 nemendur tóku þátt í gönguferðinni en fengu þvi miður ekki sérstaklega gott veður. Þau sýndu mikla þrautsegju og dugnað við að kljást við aðstæður dagsins. Göngufólkið fagnaði því sérstaklega að fá tækifæri til að slaka á í heita læknum í Reykjadal áður en lagt var af stað aftur í rútuna.