Gróðursetning

  1. bekkur fékk úthlutað 80 birkiplöntum frá Yrkjusjóði. Yrkjusjóður er sjóður sem var stofnaður árið 1992 og er stofnfé sjóðsins afrakstur sölu bókarinnar Yrkja, sem gefin var út í tilefni af sextugsafmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með sjóðunum og sér um að úthluta plöntum til skólanna. Bekkurinn fékk umhverfisfulltrúa bæjarins ásamt fulltrúa frá Landvernd með sér í lið sem bættu um betur og gáfu bekknum rúmlega 1000 plöntur til viðbótar. Fulltrúi Landverndar kom með okkur í gróðursetninguna og var um leið með fræðslu um Þorláksskóga þar sem nemendur gróðursettu einmitt plönturnar.

Verkefnið var virkilega skemmtilegt og fróðlegt og voru nemendur ánægðir með daginn.