- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Nemendur í 1. – 4. bekk fengu á miðvikudaginn frábæra heimsókn frá verkefninu Skáld í skólum, þar sem rithöfundarnir Helen Cova og Karítas Hrundar Pálsdóttir leiddu þá í skemmtilega könnun á íslenskri tungu. Verkefnið, sem ber nafnið „Sprelllifandi tunga“, miðar að því að vekja áhuga barna á tungumálinu með sköpun, leik og gleði.
Helen og Karítas, sem báðar hafa mikinn áhuga á tungumálum notuðu heimsóknina til að búa til lifandi ljóðabók og orðabók heimsins með nemendunum. Nemendurnir tóku virkan þátt í að finna upp á nýjum orðum og kanna fjölbreytileika tungumála.
Helen Cova, íslenskur rithöfundur sem fæddist í Venesúela, er þekkt fyrir Snúllabækurnar og ljóðabækur sínar fyrir börn, auk þess sem hún hefur fengið tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Karítas Hrundar Pálsdóttir hefur skrifað sögur á einföldu máli, sérstaklega ætlaðar fyrir þá sem eru að læra íslensku sem annað mál.
Við þökkum Skáld í skólum kærlega fyrir heimsóknina.