Heimsókn frá Skáld í skólum heillaði nemendur miðstigs

Í dag, föstudaginn 8. nóvember, fengu nemendur í 5. - 7. bekk skemmtilega heimsókn frá verkefninu Skáld í skólum. Rithöfundarnir Linda Ólafsdóttir og Sævar Helgi Bragason – einnig þekktur sem StjörnuSævar – heimsóttu skólann og héldu lífleg erindi sem heilluðu nemendur.

Linda, sem er þekkt fyrir teikningar sínar og barnabækur eins og Ég þori! Ég get! Ég vil! og Sævar, sem hefur meðal annars skrifað um vísindi fyrir börn, fóru yfir ýmislegt fróðlegt í tengslum við bækur sína. Þau stikluðu á stóru um það hvernig er að vera rithöfundur og vöktu áhuga krakkanna með lifandi frásögnum og fróðleik um allt milli himins og jarðar.

Eftir erindin tóku nemendur virkan þátt og hjálpuðu þeim að semja spennandi vísindaskáldsögu þar sem eitthvað óvænt, fyndið og tryllt gerðist. Nemendur nutu heimsóknarinnar í botn.

Við þökkum Lindu og Sævari kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.