- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í dag fengu nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn dýrmæta hvatningu frá rithöfundinum Þorgrími Þráinssyni, sem heimsótti skólann með tvo fyrirlestra.
Fyrirlesturinn Tendrum ljósið er nýjung fyrir nemendur í 5. - 7. bekk, þar ræddi Þorgrímur mikilvægi þess að glæða lestraráhuga og skapa lestrarupplifanir sem bæta orðaforða og sjálfstraust. Með stuðningi frá mennta- og barnamálaráðherra býður Þorgrímur skólum upp á þennan hvatningarfyrirlestur að kostnaðarlausu, og leggur þar áherslu á að vekja lestrarþrá hjá nemendum.
Fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu, sem Þorgrímur hefur flutt fyrir 10. bekk síðustu ár, var einnig á dagskrá og en þar hvetur hann nemendur til að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Með því að styrkja jákvæða eiginleika þeirra og stuðla að markmiðasetningu, vonast Þorgrímur til að nemendur haldi áfram að vaxa og blómstra.