- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
í dag fengu nemendur í 9. bekk heimsókn frá lögregluþjónunum Sólrúnu og Boga sem starfa á vegum verkefnisins Samfélagslögreglan hér á Suðurlandi. Heimsóknin vakti athygli og nemendur hlustuðu af áhuga á það sem lögregluþjónarnir höfðu fram að færa og tóku þátt með góðum spurningum.
Umræðuefnin voru fjölbreytt og snertu meðal annars vopnaburð, sakhæfisaldur og forvarnir. Lögregluþjónarnir ræddu einnig mikilvægi þess að efla tengsl lögreglu við samfélagið og fræddu nemendur um störf þeirra.
Samfélagslögregla er mikilvægur þáttur í starfi lögreglu, þar sem áhersla er lögð á jákvæð tengsl við íbúa samfélagsins, ekki síst unga fólkið. Markmið samfélagslögreglu er ekki aðeins að draga úr afbrotum heldur einnig að stuðla að auknu öryggi og vellíðan. Með samvinnu við samfélagsþegna leitast lögreglan við að greina og leysa vandamál sem tengjast almannaöryggi.
Lögreglan hefur nýtt sér samfélagsmiðla til að efla sýnileika og samskipti, og á Instagramsíðunni Samfélagslöggur má fylgjast með fjölbreyttu og fræðandi efni.
Við þökkum Sólrúnu og Boga kærlega fyrir heimsóknina og áhugaverða fræðslu. Svona heimsóknir stuðla að gagnkvæmu trausti og skilningi á mikilvægi lögreglustarfa í samfélaginu okkar.