- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Á föstudaginn komu nokkrir fyrrum nemendur skólans í heimsókn. Það var hópur nemenda sem var hér í 1. bekk haustið 1962 eða fyrir 60 árum. Skólastjóri tók á móti þessum góða hópi, sýndi þeim húsakynni skólans sem hafa heldur betur tekið breytinum á þessum 60 árum. Hópurinn færði skólanum fallegan skjöld þar sem búið er að grafa í nöfn allra þeirra sem voru í hópnum og þakkir fyrir menntunina.
Þetta skólaár á skólinn okkar 60 ára afmæli og stendur til að halda upp á það 23. mars á næsta ári. Þá verður bæjarbúum og fyrrum nemendum boðið í afmælisveislu.