- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Samstarf skólans og íþróttahúss varð til þess að nú eiga nemendur í 8.-10. bekk kost á því að mæta þrisvar í viku í löngu frímínútunum í íþróttahúsið í frjálsan leik. Það var í byrjun febrúar sem þessi hugmynd kom upp þegar íþróttanefnd skólans fundaði um það hvað væri hægt að gera skemmtilegt með nemendum á þessum tíma. Opni íþróttasalurinn hefur vakið gífurlega lukku á meðal nemenda og eru þeir duglegir að fara inn í fimleikasalinn, spila körfubolta, fótbolta eða búa til sína eigin leiki.
Þegar mest hefur verið hafa 47 nemendur mætt en að meðaltali eru um 25-30 nemendur að mæta. Nemendur eru ánægðir með þetta og mun þetta vonandi verða áfram í boði á næsta skólaári.