Jólagleði Foreldrafélags Grunnskólans í Þorlákshöfn.

Jólaföndur verður haldið þriðjudaginn 4. desember frá kl.17:00 - 19:00 í stóra turninum í grunnskólanum. Í salnum verður jólatónlist ásamt því að 10. bekkur mun vera með sjoppu, heitt kakó og vöfflur með rjóma.

 

Bergþóra í Bjarkarblómum verður á staðnum með hýasintur og fleira skemmtilegt.

 

Eigum góða stund með börnum okkar að föndra, mála piparkökur ásamt því að njóta tónlistar og matar.



Heyrst hefur að einhverjir rauðklæddir gleðigjafar muni láta sjá sig til að dansa með börnunum.

 

 

 

Allir bæjarbúar velkomnir í jólagleðina

og vonandi sjáum við sem flesta.

 

Kveðja, Foreldrafélag Grunnskólans í Þorlákshöfn