- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Fimmtudaginn 6. desember sl. var jólakvöldvaka miðstigs. Nemendur voru ásamt kennurum sínum búnir að undirbúa atriði til sýninga. Áhorfendur fylltu hátíðarsal skólans og jólaandinn sveif yfir. Nemendur fluttu ljóð, kórinn söng og einleikar stigu á stokk. Einnig var frumsamið leikrit sýnt og að lokum fluttu nemendur 6. bekkjar sína útgáfu af jólaguðspjallinu. Jólakvöldvökurnar hafa skipað fastan sess í skólastarfinu en það er lærdómsríkt að undirbúa skemmtun sem þessa og flytja atriðin fyrir fullum sal áhorfenda.