- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í dag var jólastemming í skólanum. Nemendur dönsuðu í kringum jólatré við undirleik jólasveinahljómsveitarinnar. Allir tóku þátt og dönsuðu og sungu með innlifun. Með hljómsveitinni sungu þrjár vaskar stúlkur úr eldri kórnum. Gestur Áskelsson stjórnaði hljómsveitinni og söngnum en hann og hans fólk stóð sig með stakri prýði. Nemendur og starfsfólk mættu í betri fötunum sem gerði daginn enn hátíðlegri. Í hádeginu var síðan boðið upp á hamborgarahrygg með tilheyrandi meðlæti.